Umhverfi

Fjölmargt er að skoða í nágrenni Gistihússins á Narfastöðum. Nefna má: Aldeyjarfoss, ofarlega í Skjálfandafljóti. Fagur foss í sérkennilegu umhverfi stuðlabergs og skessukatla. Ofar Aldeyjarfoss eru einnig Ingvararfoss og Hrafnabjargafossar sem vert er að skoða. Goðafoss í skjálfandafljóti er einn af þremur stærsu fossum landsins og sagan segir að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi kastað goðum sínum í fossinn eftir kristnitökuna árið þúsund. Neðar í fljótinu eru fleiri fossar s.s. Barnafoss og Ullarfoss. Þingey er eyja í Skjálfandafljóti og telja má eyjuna einn merkasta en jafnframt minnst þekkta og óaðgengilegasta sögustað landsins en þar má finna minjar um vorþingstaðinn í Þingey. Eyjan er í miðju Skjálfandafljóti, norðan Goðafoss, og skammt norður af bænum Fljótsbakka sem stendur austan ár. Norðan hennar er önnur eyja, Skuldaþingsey. Gegnt er út í Skuldaþingsey yfir stíflu á kvísl úr ánni, en milli eyjanna er ófært og rennur fljótið í djúpum kvíslum austan og vestan Þingeyjar.

Fornleifarannsóknir á vegum Hins þingeyska fornleifafélags og Fornleifastofnunar Íslands voru í eyjunum sumrin 2005-2007 og nánar má lesa um þær rannsóknir áwww.fornleifafelag.is