Gisting á Narfastöðum

Á Gistheimilinu Narfastöðum er góð aðstaða fyrir ferðamenn í litlum sem og stórum hópum, til að slaka á og endurnæra sig.

Gistihúsið býður upp á úrvals aðstöðu fyrir ferðafólk sem vill slaka á í rólegu umhverfi. Vær nætursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla lögð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Aðalbygging gistihússins er gamalt fjárhús sem breytt hefur verið í notalega gistiaðstöðu. Á setustofunum okkar er notalegt andrúmsloft og mikið magn bóka um Ísland er í bókahillum okkar. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust netssamband og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.

Einstaklingsherbergi án baðs

Herbergin eru rúmgóð og björt með einu rúmi. Skrifborð og stóll eru í herberginu ásamt aðstöðu fyrir ferðatösku. Á ganginum við herbergin er sameiginleg sturtu- og salernisaðstaða.

Einstaklingsherbergi með baði

Herbergin eru rúmgóð og björt með einu rúmi. Skrifborð og stóll eru í herberginu ásamt aðstöðu fyrir ferðatösku.

Tveggja manna herbergi án baðs

Herbergin eru rúmgóð og björt með tveimur rúmum sem hægt er að hafa sundur eða saman. Skrifborð og stóll eru í herberginu ásamt aðstöðu fyrir ferðatösku.

Tveggja manna herbergi með baði

Herbergin eru rúmgóð og björt með tveimur rúmum sem hægt er að hafa sundur eða saman. Skrifborð og stóll eru í herberginu ásamt aðstöðu fyrir ferðatösku.

Fjölskylduherbergi

Fjölskylduherbergin eru rúmgóð og björt með snyrtingu og sér baði. Hægt er að bæta við rúmum inn í herbergin.

Hafðu samband við okkur til að fá verð í gistingu fyrir einstaklinga eða hópa.

Sími (354) 464 3300
info@farmhotel.is

Fleiri myndir