Bókunarskilmálar

Ferðaþjónustan Narfastöðum ehf.
kt 620498-2549

Bókunar skilmálar fyrir einstaklinga:

Við bjóðum fulla endurgreiðslu af bókunum einstaklinga ef afbókun berst a.m.k. 72 klukkustundum fyrir innritun. Eftir þann tíma er rukkað fullt verð fyrir gistinguna hvort sem gestur mætir eða ekki.

Afbókunar skilmálar fyrir hópa:

Hópur telst vera bókun fyrir 10 manns eða fleiri. Við bjóðum fulla endurgreiðslu af bókunum hópa ef afbókun berst 8 vikum fyrir komu. Eftir það er rukkað fullt verð ef mætt er seint eða gestir mæta ekki.

Narfastaðir Guesthouse Farmhotel ber ekki ábyrgð á afbókunum sem tengjast atburðum sem við getum ekki stjórnað. Til dæmis veðurfar, verkföll o.s.f.v.

Greiðslu skilmálar

Narfastaðir Guesthouse Farmhotel áskilur sér rétt til að rukka gesti um gistingu tveimur dögum fyrir komu. Ef bókun inniheldur ekki kortaupplýsingar ber gestum skylda að gefa upp kortaupplýsingar við innritun.
Innifalið í verðum eru öll þjónustugjöld, gistináttaskattur og virðisaukaskattur.

Hótel reglur

Innritunartími hefst kl 15:00
Útskráning af hótelinu er til kl 12:00

Narfastaðir Guesthouse Farmhotel á rétt á að neita gestum um aðgang eða gistingu eða krefjast þess að gestur yfirgefi hótelið ef sýnt er fram á óeðlilega hegðun, hvort sem um er að ræða ógnandi eða móðgandi, sem veldur ónæði fyrir aðra gesti eða starfsfólk.

Gæludýr eru ekki leyfð.

Á öllum herbergjum okkar og í sameiginlegu rými er bannað að reykja. Við rukkum hátt gjald ef það er brotið á þessari reglu.
Ef gestur er valdur að skemmdum á eign hótelsins á meðan dvöl stendur ber honum að greiða fyrir það.

Auka rúm og tapaðir munir

Ef beðið er um barnarúm í herbergið er það án gjalds. Ef beðið er um auka rúm í fjölskyldu herbergi bætist við auka gjald.

Allir óskilamunir eru geymdir í mánuð áður en þeir eru gefnir til Rauða krossins. Vinsamlegast hafið samband við móttöku ef þið leitið að óskilamunum.