Veitingar

Matsalur okkar er rúmgóður og snyrtilegur og hlaðborð er í boði alla daga. Við leggjum áherslu á íslenskan heimilismat, íslenskt hráefni og aðferðir. Kokkarnir okkar eru íslenskir og með mikla þekkingu og áralanga reynslu af matreiðslu og framleiðslu á íslensku hráefni.

Við reynum eftir fremsta megni að fá hráefni úr héraði og erum stolt af því að kynna þá framleiðslu sem er unnin í næsta nágrenni.

Allt lambakjöt kemur af næsta bæ og gengur á sumrin í landi Narfastaða, og kemst næst því að vera okkar kjöt. Kjötið er unnið hjá Norðlenska og sérstaklega pakkað fyrir okkur. Annað kjöt og álegg er frá Norðlenska.

Allt grænmeti kemur frá Hveravöllum í Reykjahverfi.

Reyktur silungur kemur frá Svartárkoti í Bárðardal, þar sem hann er unninn á gamla mátann.

Annar fiskur og reyktur lax kemur frá Hnýfli á Akureyri.

Allar kökur á desert hlaðborði eru bakaðar og útbúnar í eldhúsinu hjá okkur.