Umhverfisstefna

Vakinn umhverfisvottunAðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra og öflugt og virkt samfélag. Stjórnendur og starfsfólk Gistihússins á Narfastöðum gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Gistihúsið á Narfastöðum vinnur samkvæmt gæða– og umhverfis- kerfi Vakans og vinnur stöðugt að umbótum í gæða,- umhverfis,– og samfélagsmálum.

Vakinn er sérhannað gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, en byggir á erlendri fyrirmynd. Þau fyrirtæki sem taka þátt njóta liðsinnis starfsfólks Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli ítarlegra gæðaviðmiða, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.

Markmið í umhverfis– og samfélagsmálum

  • Vinna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum sem skapast vegna starfsemi gistihússins með því fara vel með auðlindir, draga úr sóun, minnka úrgang og auka endurvinnslu.
  • Velja vörur og þjónustu m.t.t. umhverfisins.
  • Nýta vörur og þjónustu úr heimabyggð eftir föngum.
  • Ráða til starfa starfsfólk úr heimabyggð eftir föngum.
  • Upplýsa gesti um umhverfisstefnu gistihússins og hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni.
  • Fræða starfsfólk og upplýsa birgja fyrirtækisins um umhverfis– og sam- félagsstefnu fyrirtækisins og hvetja til betri árangurs.
  • Stuðla að verndum menningarminja og menningarlandslags í umhverfi gistihússins.
  • Fylgja lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og gera betur en krafist er.
  • Styðja við uppbyggingu íþrótta– og æskulýðsstarfs í héraði.