Gistihúsið á Narfastöðum er staðsett við þjóðveg 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar.
Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali af fiski, kjöt og grænmetisréttum og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi, söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi.
Vær nætursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.
Gistihúsið á Narfastöðum er staðsett við þjóðveg nr. 1., fimm km. fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Til Akureyrar eru 60 km, til Húsavíkur 40 km og 35 km. eru að Reykjahlíð við Mývatn. Gistihúsið á Narfastöðum er miðsvæðis milli helstu náttúruperla Norð-Austurlands og má þar nefna Vaglaskóg, Aldeyjarfoss og Goðafoss í Skjálfandafljóti, Mývatn, Kröflu, Þeystareiki, Jökulsárgljúfur, Dettifoss, Ásbyrgi, Tjörnes og fl. Staðsetningin er einnig hentug til ferðalaga inn á Hálendið s.s. Sprengisandsleið um Bárðardal eða inn að Öskju, Herðubreiðarlindum, Herðubreið eða Kverkfjöllum. Þá er stutt í mörg athygliverð söfn s.s. byggðasafnið á Grenjaðarstað, Samgönguminjasafnið á Ysta-Felli í Kinn, Safnahúsið á Húsavík og Hvalasafnið og hvalaskoðun á Skjálfanda er aðeins í 40 km. fjarlægð. Á Laugum (5 km) er að finna helstu þjónustu s.s. litla verslun og veitingastað, dekkja- og bifreiðaverkstæði, banka, pósthús og glæsilega útisundlaug sem tekin var í notkun 2005. Á Laugum er einnig frábær frjálsíþróttaaðstaða og þar var unglingalandsmót UMFÍ haldið í samvinnu við HSÞ sumarið 2006.