Húsið á hæðinni

Við erum ákaflega stolt af því að kynna Húsið á hæðinni. Það er gamalt íbúðarhús, um x fm að stærð með 5 tveggja manna herbergjum, sem við gerðum upp með virðingu fyrir gamla stílnum en jafnframt með nútímaþægindi í huga. Herbergin eru stílhrein og minimalísk, með góðum dýnum og veita fyrsta flokks hvíld, við tókum þá afstöðu að hafa ekki sjónvörp í herbergjunum né síma og í raun eru engin rafmagnstæki í herbergjunum sem geta haft truflandi áhrif á hvíld.

Kaffi/te aðstaða er á neðri hæðinni og á veröndinni bak við húsið er heitur pottur og sturtuaðstaða í kjallaranum.

Húsið á hæðinni er draumastaður sem mun lifa í minningunni.